The store will not work correctly in the case when cookies are disabled.
Moroccanoil uses cookies in order to give you a better user experience. For more information about what cookies are and how we use them, please visit our privacy policy.
Argantré vaxa og þrauka af einurð í skraufþurrum svæðum við Miðjarðarhafið. Djúpstæðar rætur og smá lauf argantrésins gera því kleift að standast þurra vindana og vatnstap, sem gefur af sér hnotu sem er með einstaka olíuuppsetningu.
Hrein arganolía er fágæt og dýrmæt olía sem er safnað úr hnotu argantrésins. Öldum saman hafa konur umhverfis Miðjarðarhafið notað arganolíu í fegrunarmeðferðum sínum fyrir ljómandi og heilbrigða húð og hár.
Moroccanoil var innblásið af umbreytandi krafti arganolíu. Auðug af vítamínum, steinefnum og andoxunarefnum, þetta aldagamla fegurðarleyndarmál er til margs nýtilegt, gefur raka, mýkir hár, húð og neglur.
Með miklu magni andoxunarefna, nauðsynlegra fitusýra og E-vítamíns, hjálpar arganolía til við að endurlífga húðina, auka teygjanleika hárs og endurheimta gljáa matts og líflauss hárs. Hún verndar gegn útfjólubláum geislum sólar og óvirkjar sindurefni.
Arganolía gerir hár fallegt, glansandi og vel nært með hverri notkun. Arganolía gefur húðinni mikinn raka. Arganolía er einnig þekkt fyrir að draga úr hrukkum.
Moroccanoil byrjaði með einfaldri ósk um að deila umbreytandi orku yngjandi arganolíuauðgaðra formúla okkar og innleiddi þessa hefð sem lífsspeki vörumerkisins. Allar Moroccanoil vörur fyrir hár, líkama og húð eru auðgaðar með arganolíu - auðkennandi fyrir vörumerkið.
Moroccanoil notar aðeins hágæða arganolíu frá argantrjám sem vaxa í Marokkó. Arganolían sem notuð er í allar okkar hár- og húðvörur eru framleiddar með kaldpressun.
Pure Argan Oil frá Moroccanoil Body™ er 100% hrein, með engum aukaefnum, litarefnum eða rotvarnarefnum. Hún er lyktarlaus og fullkomin til að nota á húð eða hár fyrir munaðarfulla og endurnærandi upplifun.
Moroccanoil heldur áfram að vera í forystu olíuauðgaðra hár- og líkamsvara. Við höfum ástríðu fyrir að veita arganolíuauðgaða fegurð, á hverjum degi, með vörum sem bera sannarlega af öllum hinum.
Elskarðu arganolíu eins mikið og við? Sýndu okkur uppáhalds Moroccanoil vöruna með því að nota myllumerkið #ArganEveryday á Facebook, Twitter eða Instagram!