Better Your Blonde Set

FYRIR LJÓST, AFLITAÐ OG GRÁTT HÁR
Read More
Náðu því besta fram í ljósu hári og sigrastu á gyllingu með Better Your Blonde settinu, sem inniheldur þrjár vörur í ferðastærð sem eru sérvaldar fyrir ljóst hár. Byrjið á Blonde Perfecting Purple Shampoo til að hreinsa hárið á mildan hátt um leið og það vinnur á gylltum tónum. Notið Dry Shampoo Light Tones til að fríska upp á hárið á milli þvotta og viðhalda þínum litatóni - það inniheldur fjólubláar litaagnir sem vinna á móti gulum, og appelsínugulum tónum. Síðast en ekki síst, notið nærandi arganolíuna  Moroccanoil Treatment Light sem hefur sömu eiginleika og  upprunalega olían en hönnuð fyrir fíngert og aflitað hár. 
 
Inniheldur:

Dry Shampoo Light Tones (1.7 oz/ 65 mL) – Einstaklega fíngerðar hrísgrjónaagnir draga til sín olíu, uppsöfnuð efni í hársverði og lykt svo hárið verður ferskt og fær aukna lyftingu. Þessi arganolíubætta blanda,  ver hárið fyrir útfjólubláum geislu, inniheldur fjólubláan lit sem kemur jafnvægi gyllta tóna.

Blonde Perfecting Purple Shampoo (2.4 oz/ 70 mL)  Sjampó fagmannsins sem inniheldur ekki súlföt og eyðir óvelkomnum gylltum tónum í ljósu, aflituðu og gráu hári.

Moroccanoil Treatment Light )0.85 oz/ 25 mL – Upprunalegi grunnurinn sem má nota sem næringu, mótunarvöru eða til að ná fram lokayfirbragði og glans. Inniheldur nærandi  arganolíu og vítamín sem auka gljáa hársins. Sérstök blanda sem uppfyllir þarfir fíngerðs og litaðs hárs.

 

Dry Shampoo Light Tones
Hristið vel. Spreyið í átt að þurri rótinni úr 15-20 cm fjarlægð. Leyfið hárinu að þorna og nuddið svo inn í hársvörðinn eins og við venjulegan hárþvott. Burstið úr hárinu.
 
Blonde Perfecting Purple Shampoo
Nuddið í gegnum blautt hár og hársvörð. Látið liggja í hárinu í 3-5 mínútur. Hreinsið vel. Fylgið eftir með ykkar uppáhalds hárnæringu frá Moroccanoil. Notið eftir þörfum til að vinna á gylltum tónum - við mælum með þriðja hverjum þvotti.
 
Moroccanoil Treatment Light
Berið örlítið magn í hreint, rakt hár, frá miðju þess og út í enda. Blásið eða leyfið að þorna venjulega. Berið í þurrt hár til að minnka úfning og næra klofna hárenda og til að fá mýkt og glans.

Videos