NÝTT! Destination Curl

Read More

Gerðu vel við liði og krullur af öllum stærðum og gerðum með ferðalínunni frá Moroccanoil. Línan inniheldur hið vinsæla Curl Enhancing sjampó og hárnæringu auk Curl Re-Energizing Spray sem frískar liði og krullur við ásamt hinni einu sönnu Moroccanoil Treatment sem veitir næringu en er einnig hægt að nota sem grunn eða við mótun. 

 

Inniheldur:

• Curl Enhancing Shampoo (2.4 FL.OZ. / 70 ml) -  hreinsar hárið á mildan hátt en skilur það eftir mjúkt og meðfærilegt ásamt því að hemja ýfni og stöðurafmagn. Blanda af grænmetispróteini og Abyssinan olía styrkja og vernda hárið án þess að þyngja það svo útkoman verður frísklegir liðir sem geisla af heilbrigði og fallegri hreyfingu.     

• Curl Enhancing Conditioner (2.4 FL.OZ. / 70 ml) – eykur teygjanleika, glans og gerir hárið viðráðanlegra um leið og flóki minnkar svo krullurnar verða mjúkar, skýrar og lausar og lausar við ýfni. Blanda af Grænmetispróteinum ásamt Abyssinian olíu styrkja og vernda hárið svo útkoman verður léttar, heilbrigðar krullur fullar af lífi og hreyfingu. 

• Curl Re-Energizing Spray (1.7 FL.OZ. / 50 ml) - Endurnærandi sprey sem frískar uppá þreytta liði og inniheldur  mikinn raka sem nærir hárið.     

• Moroccanoil Treatment (0.85 FL.OZ. / 25 ml) –   hin upphaflega olía sem nærir og styrkir hárið. Hana má nota eina og sér í blautt eða þurrt hárið eða  mótunarefnum. Hún er rík af argan olíu sem skilar hárinu aftur nauðsynlegum próteinum sem það glatar í daglegu lífi.                                        

• Curl Enhancing Shampoo: Nuddið vel í blautt hárið og hársvörð. Endurtakið ef þörf er á. Fylgið eftir með Moroccanoil® Curl Enhancing Conditioner.

• Curl Enhancing Conditioner: Kreistið umframvatn úr hárinu eftir þvott, setjið næringu frá miðju hári og að enda og látið bíða í 1-2 mín. Skolið vel.

• Curl Re-Energizing Spray: Hristið vel. Spreyið í jafnt í þurrt hárið og mótið með höndunum.

• Moroccanoil Treatment: Setjið lítið magn í handklæða þurr hárið frá miðju til enda - blásið eða leyfið að þorna eðlilega.

Videos