Protect & Prevent Spray

Fyrir litað hár
Read More

Prófaðu nýju Moroccanoil Color Complete Collection, línuna sem færir þér byltingarkennda leið í umhirðu litar sem hefst á hárgreiðslustofunni og er haldið við heima. Línan hjálpar litnum þínum að endast lengur á milli heimsókna til fagmannsins, og þannig varðveitist betur vellíðanin sem þú öðlast með nýlituðu hári.

Protect & Prevent Spray er síðasta skrefið í Color Complete línunni en það varnar því að liturinn fölni eða upplitist með því að verja hann fyrir utanaðkomandi áhrifavöldum sem veikja hárið. Sú margþætta nálgun sem felst í notkuninni og berst við neikvæða áhrifavalda felur meðal annars í sér: 

• blöndu af andoxunarefnum sem gera hörðustu sindurefnin hlutlaus, meðal annars þau sem eru drifin áfram af útfjólubláum geislum, mengun  og öðrum umhverfisvöldum.

• sólarvörn sem vinnur að því að beisla útfjólubláa geisla sólarinnar.

• Vörn gegn hita.

• ArganID™ örtækni sem lagar og innsiglar hársekkinn, veitir arganaolíu inn í kjarna hvers hárs og festir þannig litinn í hárinu. 


Auk ytri varnarinnar og fyrirbyggjandi eiginleika virkar spreyið einnig sem létt flókavörn sem eykur gljáa hársins og mýkt með hverri notkun.

Til að ná öllu því besta úr the Color Complete línunni er best að byrja hjá fagmanninum með ChromaTech meðhöndlun. Rannsóknir á hárinu eftir 10 þvotta sýna fram á að ending litarins og dýpt hans hafa lengst um 100%.*

 

*Byggt á rannsóknum á venjulegu mannshári. 

Úðið jafnt í rakt hárið frá miðju þess og að endum. Dreifið í hárið með greiðu. Mótið eins og venjulega. 

Videos